Baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert og tók Grunnskóli Fjallabyggðar þátt í honum.

Markmið dagsins er að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.

Allir voru hvattir til að mæta í einhverju grænu eins og græni karlinn sem er verndari gegn einelti.

Nemendur skólans unnu skemmtileg verkefni í hópum þvert á bekki. Þetta var frábær dagur og skemmtilegt uppbrot í skólastarfinu.

Sjá myndir: HÉR