Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) sendi verðfyrirspurn á þrjá aðila á starfsvæði HSN vegna vetrarþjónustu á Dalvík. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði og var Dalverk ehf. með lægsta boð.

Gengið var til samninga við Dalverk og gildir nýr samningur frá 8. nóvember 2021 til 31. maí 2023 en möguleiki er á eins árs framlengingu.