Pistlahöfundur brá sér nýlega á ótrúlega skemmtilega, litríka og fræðandi sýningu um fugla og þeirra fljúgandi furðuheima á Bohussýslu-safninu í Uddevalla á Vesturströnd Svíþjóðar.

Sýningin heitir einfaldlega: “VIÐ FUGLARNIR”

Fuglar skipta okkur manneskjur verulegu máli og við getur ekki að því gert að við dáumst að þeim og öfundum þá af því að geta flogið frjálsir um víða veröld. En margir fuglar eiga í vök að verjast vegna  loftslagsbreytinga, mengunar og ágengi manneskjunnar á náttúruna.
Sumir fuglar eins og t.d. Geirfuglar eru útdauðir og mörgum fuglategundum fækkar ört, en örfáum fjölgar líka í breyttu lífsumhverfi.

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að lesa myndaskýringartexta og aðrar sögur og útskýringar sem fylgja með.

Þessi sýning er einstaklega skemmtilega uppsett og hún hefur vakið mikla athygli. Þessa dagana eru haustleyfi í skólum og það var gaman að fylgjast með krökkum með snjallsímana sína við að lesa kóda á sýningarbásunum, en þannig geta þau heyrt fuglakvak og sögur um það sem þau voru að horfa á og fræðast um.

Það er einnig skemmtilegt frá því að segja að tveir aðalhönnuðir sýningarinnar eru sambýlisparið Sofie Henryson og Jan Uddén, en þau komu bæði til Siglufjarðar sumarið 2018, þegar Síldarminjasafnið í samvinnu við Bohusläns musseum setti upp sýninguna “På väg mot Island” úti á göngubryggjunni við safnið.

Bæði tvö er vel að sér í síldarsögu Norðurlanda, en Jan (Janne) er einnig frægur fuglaskoðari og náttúruverndarsinni. Þá daga sem þau dvöldust heima á Sigló fór Janne í fuglaskoðunarferðir með okkar ástkæra fuglavini, fræðimanni og guðsmanni, séra Sigurði Ægissyni.
Hann er enn að tala um þessa fuglaskoðunarferð, því þarna sá Janne fugla sem bara er hægt að sjá á Íslandinu góða.

Á leið til Íslands
Fuglagoggar af ýmsum stærðum og gerðum.

“VI FÅGLAR” Við fuglarnir!

HAFÖRN, SVANUR, FÁLKI, DÚFA SKARFUR, ORRI, LÓMUR, SVALA OG BLÁ-KRÁKA…

HAFÖRN.

FELULITIR OG HITT OG ÞETTA…

Felulitir.

VIÐ ERUM Í RAUNINNI ÖLL FUGLASKOÐARAR!

Ef þú horfir út um glugga heima á Sigló eru 99 % líkur á því að þú sjáir FUGL á flugi. Við dáumst oft að þeim úr fjarlægð, horfum á þá gegnum kíkir og myndavélarlinsur. Stundum vorkennum við þeim mikið á hörðum vetrardögum, gefum þeim mat í gogginn, en við höfum líka not af dún og eggjum. Við erum með heilmikið æðarvarp rétt við bæjardyrnar og votlendið fallega suðrá firði er dásamlegt friðland fyrir bæði fugla og manneskjusálir samtímis.

JÁ.
VIÐ FUGLARNIR ERUM YKKUR MANNESKJUM MIKILVÆGT AUGNAYNDI

… OG ÞESSA HAUSTLEYFISVIKU ER HANN JANNE FUGLAVINUR OG AFAR OG ÖMMUR AÐ SMÍÐA FUGLAHÓLKA MEÐ SKÓLAKRÖKKUM…


Sjá meira hér af munum safnsins gegnum stafræna heimsókn:
https://digitaltmuseum.se/owners/S-BM

Höfundur, ljósmyndari og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson

(Nonni Björgvins)

Greinar, Pistlar og fl. eftir sama höfund:

AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON