Jóhanna Guðrún hefur gefið út hresst jólalag sem verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á sunnudögum kl. 13 – 15.

Lagið heitir Ætla ekki að eyða þeim ein.

Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.


Jól með Jóhönnu

Jóhanna gaf út plötuna Jól með Jóhönnu í nóvember á síðasta ári og naut hún töluverðra vinsælda. Á plötunni eru 10 lög. Fimm þeirra eru frumsamin og fimm tökulög. Tveir gestasöngvarar eru á plötunni en það eru þeir Sverrir Bergmann og Eyþór Ingi Gunnarsson.

Á plötunni er lagið Löngu liðnir dagar sem er samið af Jóni Jónssyni en textann samdi Einar Lövdahl Gunnlaugsson. 

Þá samdi Bubbi Morthens eitt lag á plötunni, og Gunnar Þórðarson eitt. En auk þess inniheldur platan útgáfu Jóhönnu á laginu Vetrarsól eftir Gunnar.