VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði í streymi á morgun, þriðjudaginn 9. nóvember milli kl. 9.00 og 10:00.

Umfjöllunarefni fundarins er breytingar á vinnustöðum eftir Covid 19 og aðalfyrirlesari verður Lisa Vivoli Straume forstöðukona og stofnandi MIND í Noregi.

Morgunfundurinn, sem verður í streymi á vefsíðum stofnananna þriggja, er sá áttundi í fundaröðinni um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.

Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.