Á morgun sunnudaginn 8. desember er hið vinsæla barnastarf í Siglufjarðarkirkju kl. 11:15 – 12:45.
Aðventuhátíð verður kl. 17:00 – 18:00. Um söng- og tónlistaratriði sjá Kirkjukór Siglufjarðar, nemendur úr Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir og Vorboðakórinn, ásamt stjórnendum, auk þess sem almennur söngur verður.
Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur flytur aðventuhugleiðingu.

Sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur í Siglufjarðarkirkju