Snjókoma síðustu daga er aldeilis búbót fyrir skíðasvæðin á Tröllaskaga. Nú er komið hvítt yfir ca. 10-15 cm. og er von á snjókomu næstu daga.

Snjótroðarar eru komnir út úr húsi og verða keyrðir upp í skíðasvæðið í Skarðsdal á mánudaginn.

Forsala vetrarkorta stendur til 8. desember, fullorðnir 21.000.- í stað 26.000.-, börn 11-17 ára 9.000.- í stað 11.000.- og framhalds/háskólanemar 13.000.- í stað 16.000.- Til sölu í Aðalbakaríinu og hægt að leggja inn á 348-26-1254 kt. 640908-0680 og senda kvittun á skard@simnet.is

Þeir sem vilja greiða með korti á sunnudaginn 8. desember geta greitt mánudaginn 9. desember í Aðalbakaríinu, posi þar til staðar í vetur.

Sú nýjung er í boði í vetur að gönguskíða-vetrarkort verða til sölu á kr. 10.000.- og stakur dagur á kr. 1.000.-


Ath: frístundastyrkur gildir við kaup á vetrarkorti.