Vegna fannfergis og ófærðar hefur ekki verið auðvelt fyrir hestaeigendur að komast í hesthúsin og fjáreigendur að komast til að gefa á garðann.
Á Siglufirði gefast bændur ekki upp, nokkrir hestamenn gripu til þess ráðs að fá þá feðga, Guðna Sveinsson og Guðna Brynjar Guðnason á snjóbíl þess fyrrnefnda til að bera björg í bú.
Þeir feðgar brugðust strax við og hafa bæði aðstoðað fjáreiganda í tvígang við að ná upp heyrúllum og koma þeim að fjárhúsunum. Fóru þeir einnig með átta heyrúllur upp að fjárhúsum og tvær niður á veg til að koma þeim til Ólafsfjarðar.
Hrólfur Baldursson var á staðnum og tók nokkur skemmtileg myndbönd af mönnum og málleysingum.
Hægt er að sjá fleiri myndbönd: HÉR
Myndir: Guðni Sveinsson
Myndbönd: Hrólfur Baldursson