Berjadögum lýkur með ljúfri stemmningu, jazz og berjabrunch á Kaffi Klöru sunnudaginn 19. ágúst frá kl. 10.00 – 13.30 og kostar 2900 kr. Upplagt er að koma og njóta fyrir eða eftir Berjamessu sem fer fram í Ólafsfjarðarkirkju.

Hér að neðan má sjá myndband með þeim Marínu Ósk Þórólfsdóttur söngkonu og Mikaels Mána Ásmundssonar á gítar og bjóða þau gestum og gangandi upp á ljúfa tóna.

 

Frétt og mynd: aðsent