Við í Gestaherberginu ætlum að hafa bingó þema í þættinum í dag.
Það þýðir að við finnum lög/eða flytjendur sem innihalda orðið bingo/ó og spilum.
Hvaða bingólag dettur þér í hug? Viltu kannski hringja í okkur í síma 5800 580 á milli kl 17 og 19 í dag og segja okkur hvaða bingólag þú vilt heyra?

Í þættinum í dag er komið að Helgu að velja áhættulagið.
Áhættulagið er lag sem við veljum af algjöru handahófi og megum við hvorki kannast við nafn lags eða flytjanda.
Mesta spennan við þennan lið er hvort við drögum niður í laginu eða ekki. Hingað til hefur það ekki gerst en maður veit aldrei hvað gerist þegar við spilum lög sem við höfum aldrei heyrt.

Gestaherbergið er á dagskrá á þriðjudögum kl 17 til 19 á FM Trölla og trölli.is

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is