Íþróttasálfræðingurinn Bjarni Mark heimsótti 1. – 5. bekk og hélt fyrirlestur um eftirfarandi atriði:


– Framkomu, hegðun og virðingu í skóla og íþróttum.

– Jákvætt viðhorf og hollt og gott hugarfar.

– Að setja sér lítil og einföld markmið.

– Mikilvægi þess að vera góðar manneskjur.

Nemendur voru áhugasamir eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Grunnskóli Fjallabyggðar þakkar Bjarna Mark fyrir góðan og gagnlegan fyrirlestur sem mun klárlega hjálpa nemendum okkar í komandi framtíð segir á vefsíðu Grunnskóla Fjallabyggðar.

Myndir/Grunnskóli Fjallabyggðar