Eins og lesendur trölla.is hafa eflaust tekið eftir, hefur vefmyndavélin á Siglufirði verið biluð í allt of langan tíma.

Nú er búið að finna bilunina og gera við.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að vita hvað gerðist þá er það þannig að vélin sem er í mastri á hitaveitutank efst í bænum, er tengd við internetið í gegnum þráðlausan búnað. Búnaðurinn er hluti af netkerfi fyrirtækis í bænum, og hefur þessi tenging verið notuð lítið breytt í mörg ár.

Svo óheppilega vildi til að þegar skipt var um rekstraraðila á netkerfi fyrirtækisins – sem tengist vefnum trolli.is ekki beinlínis, heldur hefur trolli.is afnot af tengingunni – gleymdist þráðlausa tengingin við vefmyndavélina, með þeim afleiðingum að hún missti samband við internetið.

Trölli hafði sent menn sem örkuðu djúpan snjó í vitlausu veðri á báða enda tengingarinnar til að endurræsa búnað en allt kom fyrir ekki.

Trölli.is vill koma á framfæri þökkum til þeirra ágætu manna, Ægi Bergs og starfsmanni Raffó á Siglufirði, sem örkuðu snjó og lögðu mikið á sig til að aðstoða, þar sem stjórnendur Trölla eru erlendis um þessar mundir. Skúli Jónsson fór til að líta eftir mastri og festingum, því veður hefur verið vont á Siglufirði í vetur og ekki fullvíst að myndavélin væri á sínum stað og þökkum við Skúla fyrir aðstoðina. sem og annarra sem komu að lausn málsins.

Vegna gífurlegra anna hjá tæknimönnum Símans, meðal annars vegna covid-19, tók marga daga að fá þetta lagað.

Nú getum við sem erum fjarri Siglufirði aftur litið heim og séð a.m.k. hvernig veðrið er.