Eins og komið hefur fram var mikið óveður á Sigluf­irði þann 18. – 19. september og lög­reglan lýs­ti vind­strengj­un­um sem gríðarleg­um.

Foktjón varð á skemmu við Aðalgötu, í einni vindhviðunni fauk þak hússins af að stórum hluta með þeim afleiðinum að brak dreifðist um stórt svæði.

Mikill viðbúnaður á Siglufirði í nótt vegna veðurs

Öll tiltæk björgunartæki björgunarsveita á svæðinu, slökkviliðs og lögreglu voru notuð og voru björgunarsveitarmenn á ferðinni um bæinn til að lágmarka foktjón á öðrum stöðum.

Sveinn Snævar Þorsteinsson var á ferðinni í gær og tók meðfylgjandi myndir sem sýna það foktjón sem varð og sjórok þegar vindhviður ýfðu upp yfirborð sjávar