Á 1075.fundi byggðaráðs þann 27.júlí sl. samþykkti byggðaráð beiðni sveitarstjóra þess efnis að auglýsa eftir skipulagsfulltrúa og veitustjóra í stað þess að auglýsa eftir sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Markmið þessara breytinga er að í stað sviðsstjóra munu deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, veitustjóri og skipulagsfulltrúi mynda stjórnendateymi sem stýra framkvæmdasviði. Vikulega verða haldnir teymisfundir sem sveitarstjóri situr einnig. Með þessu er leitast við að dreifa álagi á stjórnendur, auka skilvirkni og allt teymið er þá inni í verkefnum framkvæmdasviðs. Störf veitustjóra og skipulagsstjóra voru auglýst laus til umsóknar 1.ágúst með umsóknarfresti til 21.ágúst.

Átta sóttu um starf veitustjóra og fjórir þeirra drógu í ferlinu umsókn sína til baka. Ráðningarferlinu var lokað síðastliðinn föstudag án ráðningar. Á þessum tímapunkti hefur ekki verið tekin ákvörðun um næstu skref varðandi starf veitustjóra.

Fjórir sóttu um starf skipulagsfulltrúa, en einn dró umsókn sína til baka.Ráðningarferlinu lauk með ráðningu Maríu Markúsdóttur í stöðuna. María hefur lokið meistarnámi í skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og hefur hún jafnframt M.Sc. gráðu í umhverfis- og auðlindafræði. María kemur frá Akureyrarbæ þar sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri skipulagsmála, þar áður var hún skipulagsfulltrúi í Múlaþingi. María hefur störf hjá Dalvíkurbyggð að loknum uppsagnarfresti hjá Akureyrarbæ.

Umsækjendur um starf veitustjóra

  • Arnar, Ragúels Sverrisson, Vélvirki
  • Dagfinnur Smári Ómarsson, Vélahönnuður
  • Gunnar A. Njáll Gunnarsson, Eftirlitsmaður
  • Stefán Grímur Rafnsson, Vélfræðingur

Umsækjendur um starf skipulagsfulltrúa

  • Baldur Þór Finnsson, umsjóna- og fagkennari.
  • Munid Manuel Ayoub; verkefnastjóri
  • María Markúsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála