Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður á við meiðsli að stríða og getur því ekki tekið þátt í komandi vináttuleikjum A landsliðs karla í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Í hans stað hefur Siglfirðingurinn Bjarni Mark Antonsson verið kallaður inn í hópinn, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er í hóp hjá A landsliði karla.

Ísland mætir Kanada á Championship Soccer Stadium 15. janúar og El Salvador á Dignity Health Sports Park fjórum dögum síðar, 19. janúar.

Á MBL segir að Bjarni Mark Ant­ons­son, miðjumaður sænska knatt­spyrnuliðsins Bra­ge, hef­ur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyr­ir vináttu­leik­ina gegn Kan­ada og El Sal­vador 15. og 19. janú­ar.

Á MBL segir að Bjarni sé 24 ára gam­all miðjumaður sænska knatt­spyrnuliðsins Bra­ge, hann get­ur þar með leikið sína fyrstu lands­leiki en hann spilaði aldrei fyr­ir yngri landslið Íslands. Bjarni var í lyk­il­hlut­verki hjá Bra­ge á síðasta ári þegar liðið endaði í þriðja sæti sænsku B-deild­ar­innar en tapaði um­spils­leikj­um um úr­vals­deild­ar­sæti. Hann er ann­ars KA-maður og spilaði alla 22 leiki KA í úr­vals­deild­inni 2018 en hafði næstu tvö ár á und­an spilað með Kristianstad í C-deild­inni sænsku.

Þess má geta að Mark Duffield, faðir Bjarna, varð á sín­um tíma fyrsti leikmaður­inn til að spila 400 deilda­leiki með ís­lensk­um liðum og hann lék einn A-lands­leik fyr­ir Íslands hönd á sín­um tíma, auk þess að spila með 21-árs landsliðinu.


Mynd: Mynd: Fótbolti.net – Sævar Geir Sigurjónsson