Í gær, á Þrettándanum, fékk björgunarsveitin Húnar góða heimsókn í Húnabúð þegar konur úr Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga komu færandi hendi og afhentu sveitinni styrk að upphæð 500 þúsund krónur.

Styrkurinn er ætlaður til kaupa á fyrstuhjálparbúnaði og öðrum björgunarbúnaði fyrir nýjasta bíl sveitarinnar, Húna 1.

Húni 1 er nýr Toyota Land Cruiser 250 sem björgunarsveitin fékk nýverið afhentan og mun búnaðurinn nýtast við störf sveitarinnar.

Björgunarsveitin Húnar færir Kvenfélaginu Björk bestu þakkir fyrir veittan stuðning.

Myndin var tekin við Húnabúð við afhendingu styrksins. Á henni eru Svava, Kristbjörg og Ragnheiður frá Kvenfélaginu Björk, ásamt Gunnari Erni og Ævari Smára frá Björgunarsveitinni Húnum.

Mynd: Gunnar Örn