Blómkáls- og eplasúpa (uppskrift fyrir 4)

  • 1 gulur laukur
  • 1/2 blómkálshaus
  • 2 epli (ég var með rauð)
  • smá þurrkað timjan (1/2 – 1 tsk)
  • 2 grænmetisteningar
  • salt og pipar

Afhýðið og hakkið laukinn. Skerið blómkálið og eplin í bita. Steikið lauk, blómkál og epli í rúmgóðum potti og kryddið með timjan. Hellið vatni yfir þannig að það rétt fljóti yfir grænmetið og bætið grænmetisteningum í pottinn. Látið sjóða undir loki þar til grænmetið er orðið mjúkt (tekur 5-10 mínútur). Mixið súpuna slétta með töfrasprota. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit