Bókasafn Fjallabyggðar, fjölmiðlar, lestakerfi, heilbrigðisþjónusta, fjarskiptafyrirtæki, bankar og fleiri fundu fyrir áhrifum kerfisbilunarinnar.
Stór hluti þessara bilana er sagður rakinn til vírusvarnar frá fyrirtækinu CrowdStrike sem sendi út gallaða uppfærslu í tölvukerfi Microsoft.
Tölvukerfi Bókasafns Fjallabyggðar komst aftur í gagnið í gær og virkar nú sem skyldi.