Bókin um Gústa guðsmann sem sr. Sigurður Ægison ritaði hefur selst mjög vel út um allt land, útgefandi bókarinnar er Bókaútgáfan Hólar.
Í viðtali við Trölla.is sagði Guðjón Ingi Eiríksson eigandi Bókaútgáfunnar Hóla að salan gengi mjög vel og von væri á því að endurprentunin kæmi í verslanir núna um helgina.
Guðjón Ingi sagði meðal annars “að ánægjulegt væri hvað bókin seldist vel um allt land og að Vestfirðingar væru nú að taka við sér, eftir að það kom í ljós að Gústi væri fæddur og uppalinn á Vestfjörðum. Það er greinilega mikill áhugi á ævi Gústa og ánægjulegt hvað fjölmiðlar hafa sýnt útgáfunni mikinn áhuga.”
Bókin er prentuð í Lettlandi og er um 500 blaðsíður, er hún afrakstur næstum tveggja áratuga heimildasöfnunar.