Bólusetning fer fram fimmtudaginn 14. Október milli klukkan 13:00 – 14:30.

Eins og áður hefur komið fram mun bólusettum einstaklingum 60 ára og eldri bjóðast viðbótarskammtur á næstu vikum. Hjá þeim sem eru 70 ára og eldri þurfa að líða að lágmarki 3 mánuðir frá seinni bólusetningu en 6 mánuðir hjá 60-69 ára.

Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu. 

Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar eða ekki getað nýtt sér fyrri boð er velkomið að koma á auglýstum opnunartíma á Akureyri.  Ekki er þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn. Á öðrum starfsstöðvum skal hafa samband við heilsugæslu og panta tíma.

Mikilvægt er að þeir sem eru að fara hefja sína fyrstu bólusetningu geri ráð fyrir að þurfa mæta í seinni bólusetningu 3 vikum síðar og hafi það í huga að það er komið bólusetningardagatal fram að jólum og hér má sjá það.

14. október

4. nóvember

25. nóvember

16. desember