Í dag, miðvikudaginn 8. desember og á morgun, fimmtudaginn 9. desember verða fjölmennir bólusetningardagar í Slökkvistöðinni á Akureyri.

Reikna má með vel á þriðja þúsund manns hvorn daginn og eru allir sem hafa fengið boð um að mæta hvattir til að huga vel að því að þröngt gæti orðið á og við svæðið.

Allir sem geta, eru hvattir til að sameinast í bíla eins og kostur er, koma gangandi ef hægt er, nýta sér bílastæði í nágrenni við slökkvistöðina og þá einnig að sýna þolinmæði í röð sem mjakast hægt.

Lögreglan og björgunarsveitin Súlur munu að venju leiðbeina og stýra umferð eftir mætti en öllum er það ljóst að um takmarkaðan fjölda bílastæða er að ræða við Slökkvistöðina og Ferro Zink sem ljáir bílastæði sitt á þessum dögum.

Sýnið þolinmæði, mætið í jólaskapi og sannið til, það er alveg hægt að njóta þess að bíða.