Í vor hófust boranir með jarðbornum Sleipni á holu ÓB-19 í Ólafsfirði.

Markmið verkefnisins var að finna nýja vinnsluholu fyrir hitaveitu svæðisins. Borunum á holunni hefur nú verið hætt þar sem þær skiluðu ekki tilætluðum árangri.

Lokadýpi holunnar er 1.497 metrar. Við borunina skarst aðeins ein vatnsæð á um 645 metra dýpi, þar sem hiti mældist um 57°C. Vatnsæðin reyndist nokkuð treg og gaf lítið vatn inn í holuna.

Slíkar niðurstöður eru ekki óalgengar við jarðhitaleit og eru hluti af þeim óvissuþáttum sem fylgja slíkum framkvæmdum. Næstu skref eru að framkvæma ítarlegar mælingar á svæðinu til að greina jarðlögin nánar. Á grundvelli þeirra verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir.

Norðurorka þakkar íbúum í Ólafsfirði fyrir skilning og þolinmæði meðan á framkvæmdunum stóð.

Mynd/Norðurorka