Gróft brauð með rúgmjöli og tröllahöfrum

  • 5 dl rúgmjöl
  • 5 dl hveiti
  • 1 dl tröllahafrar
  • 1 dl hörfræ
  • 1 tsk salt
  • 1 msk matarsódi
  • 1 dl týtuberjasulta (ég nota lyngonsylt sem fæst í Ikea)
  • 2 msk síróp
  • 5 dl jógúrt (eða ab-mjólk eða súrmjólk)
  • graskersfræ til að strá yfir brauðið

.

Hitið ofninn í 175°. Blandið öllum þurrefnunum saman. Hrærið týtuberjasultu, sýrópi og jógúrti saman við þurrefnin og blandið vel. Setjið deigið í smurt brauðform. Stráið graskersfræjum yfir og bakið í neðri hlutanum á ofninum í ca 1 klukkustund.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit