Brennuvargar koma saman og bjóða til brennslu-gjörnings á Keramik verkstæði Hólmfríðar Vídalín Arngríms, listamanns Fjallabyggðar á Burstarbrekkueyri Ólafsfirði. Brennuvargar samanstanda af níu leirlistamönnum, sem hafa yndi af því að framkvæma allskyns aldagamlar brennslur á leir, við opinn eld.

Öllum velkomið að fylgjast með:
Laugard. 31. ágúst kl: 13.00 – 15.00 – verkin undirbúin fyrir brennslu og kveikt upp í eldstæðum.
Sunnud. 1. sept. kl: 13.00 – 15.00 – verkin tekin úr öskunni, þvegin, skoðuð og jafnvel til sölu, ef vel tekst til.

Síðastliðið haust var samsýningin „Frá mótun til muna“ sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, en að henni standa níu leirlistamenn víðsvegar af landinu.
Auk verka okkar, sem öll eru unnin sérstaklega fyrir sýninguna, má segja að kjarni hennar sé heimildarmyndin – Raku frá mótun til muna, en hún var tekin upp og unnin haustið 2017 þegar Handverk og hugvit undir Hamri í Hveragerði, fékk kennarann og listamanninn Anders Fredholm frá Svíþjóð til að halda vinnustofu um byggingu á viðarbrennsluofni, rakubrennslur og aðrar frumstæðar leirbrennslur, við opinn eld.
Við, í þessum hópi höfum mikinn áhuga á að miðla þekkingu til almennings um fjölbreytileika þessarar listgreinar og höfum því ákveðið að gera sýninguna að farandsýningu og bjóða nokkrum söfnum og/eða sýningaraðilum víðsvegar um landið að setja hana upp.

Hjartanlega velkomin að upplifa brennslu gjörning Brennuvarga.

Hólmfríður Vídalín Arngríms listamaður Fjallabyggðar,
Keramik varkstæði Burstabrekkueyri – 1km austan megin fyrir neðan veg í Ólafsfirði, Fjallabyggð.

 

Forsíðumynd: pixabay