Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Matfugli merktum Ali, Bónus eða FK vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ali, Bónus, FK
  • Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Lotunúmer: 011-20-37-5-26, merkt sem RLNR:0112037526  (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar)
  • Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Hraðbúðin Hellissandi

Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Ítarefni

Aðsent.