Aðfaranótt mánudagsins 21. janúar 2019 verður almyrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hefur frá Íslandi síðan 28. september 2015. Næst sést almyrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022.

Tunglmyrkvinn hefst klukkan 02:37 en milli klukkan 04:41 og 05:43 er tunglið almyrkvað og þá rauðleitt á himninum. Myrkvinn á sér stað á næst nálægasta fulla tungli ársins.

Tunglið fær á sig rauðleit­an blæ sem rekja má til ljóss sem berst frá öll­um sól­setr­um og sól­ar­upp­rás­um á jörðinni á þeim tíma. Al­myrkv­ann nú ber upp á næsta ná­læg­asta fulla tungl árs­ins.

Tunglmyrkvar verða þegar sólin, Jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga Jarðar.

 

Heimild: Stjörnufræðivefurinn
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir