Gjörningur Bennuvarga fór fram í Ólafsfirði um helgina þar sem hópurinn bauð til brennslu-gjörnings á Keramik verkstæði Hólmfríðar Vídalín Arngrímsdóttur, Bæjarlistamanns Fjallabyggðar á Burstarbrekkueyri Ólafsfirði.

Brennuvargar samanstanda af níu leirlistarmönnum, sem hafa yndi af því að framkvæma allskyns aldagamlar brennslur á leir, við opinn eld.

Þegar verkin voru tekin úr ofnunum í gær komu fram allskonar listaverk sem gerð voru eftir þessari aldargömlu hefð.

Hópurinn lætur ekki staðar numið og heldur til Húsavíkur í vikunni með sýningu.

Forsíðumyndin sýnir verk Hólfríðar Vídalín Arngrímsdóttur þar sem hún notaði alkahól til að ná fram litnum úr glóandi leir með sérstökum glerungi. Á myndunum hér að neðan má sjá muni sem voru til sýnis í gær.

Sjá fleiri fréttir af Brennuvörgum: Hér

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: Hólfríður Vídalín Arngrímsdóttir