Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur staðfest breytingar á siðareglum ráðherra og hafa uppfærðar reglur verið birtar í Stjórnartíðindum.

Endurskoðun siðareglna hefur staðið yfir frá haustinu 2022 en starfshópur sem  forsætisráðherra skipaði leiddi vinnuna. Starfshópurinn vann einnig að endurskoðun siðareglna starfsfólks Stjórnarráðsins með það að markmiði að tryggja heildarsýn og samræmi í þeim siðareglum sem gilda fyrir ráðherra og starfsfólk Stjórnarráðsins.

Byggja endurskoðaðar siðareglur ráðherra á tillögum starfshópsins og umræðum á vinnufundi ráðherra sem haldinn var í ágúst sl.

Í siðareglum ráðherra eru teknar saman helstu reglur um skyldur ráðherra í starfi. Siðareglurnar hafa í mörgum tilfellum augljóst tengsl við lagareglur en koma þó ekki í stað þeirra heldur eru þær lagareglunum til fyllingar og leiðbeina um efni þeirra.

Siðareglur ráðherra

Siðareglur starfsfólks Stjórnarráðsins

Mynd/Golli