Stúdíókötturinn Elías Katti bíður spenntur eftir þættinum.

Í dag verða spiluð lög sem hafa ekki mikið heyrst áður. Einhver þeirra eru til á YouTube en eitt þeirra, LOOP sem er skammstöfun fyrir Lazy Old Overdrest People er eftir Óskar Sigurbjörnsson, bónda á Vatnsnesi.
Nýríki Nonni verður fær sinn skerf af þættinum og heyrum við kynningu Guðlaugs gítarleikara á laginu Gerum það gott.

Alexandra Rotan er norsk söngkona, fædd árið 1996, tók þátt í og komst í undanúrslit undankeppni unglinga Eurovision hér í Noregi árið 2010 með lagið Det vi vil (Það sem við viljum). Hún gekk svo til liðs við hljómsveitina Keiino árið 2018 og með þeim varð hún fulltrúi Noregs í Eurovision árið 2019 með lagið Spirit in the sky sem hafnaði í sjötta sæti í keppninni.
Árið 2018 keppti hún í Melodi Grand Prix, sem er norska söngvakeppni sjónvarpsins, þar sem hún söng dúett með Stella Mwangi og lentu þær í þriðja sæti í það skiptið.
Hún keppir núna í hæfileikakeppninni Stjernekamp sem er haldin á vegum norska ríkissjónvarpsins, NRK.
Við heyrum þrjú lög með henni úr þessari keppni.

Svo er ýmislegt annað sem vert er að hlusta á svo ekki missa af þættinum Tónlistin sem sendur er út úr Studio III í Noregi klukkan 15:00 til 17:00 í dag.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is