„Fundurinn er opinn öllum, hvort sem um er að ræða fagfólk, þeim sem eru með MND sjúkdóminn, fjölskyldum þeirra og öllum áhugasömum,“ segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins á Íslandi en félagið efnir til fræðslu- og félagsfundar í Húsi frítímans við Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki fimmtudaginn 6. september.

Dagskráin hefst á hádegi með hádegisverði í mötuneyti Árskóla síðan verður blönduð fræðsla í Húsi frítímans.

„Þar verður margvísleg fræðsla í boði sem ætti að höfða til sem flestra. Slíkir fundir hafa gefist afskaplega  vel, þannig að ég hvet sem flesta til að gefa þessum viðburði gaum.  Við í MND félaginu höfum undirbúið þennan dag vel og vonandi mæta sem flestir sem láta þennan sjúkdóm sig varða. Við færum okkur um miðjan daginn og heimsækjum samgöngusafniði í Stóragerði og þar höldum við áfram að spjalla og læra hvort af öðru. Slíkir fundir geta oft á tíðum gert kraftaverk. Kostnaðurinn er greiddur af MND félaginu, þannig að enginn þarf að mæta með veskið sitt eða greiðslukortið,“ segir Guðjón Sigurðsson og minnir um leið á Facebooksíðu félagsins.

 

Frétt: huni.is