Eyþór Alexander Hallsson var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir “We Can All Be Free” og fer í spilun á FM Trölla.

Við fengum höfundinn til að sega aðeins frá laginu:

Lagið heitir We Can All Be Free sem er í “upbeat” og glaðlegri stemningu, best lýst sem Jazz-Pop.

Introið að laginu er hins vegar í allt öðrum stíl, næstum því eins og sinfóníuhljómsveit sé að spila það.

Ég samdi lagið á píanóið mitt heima á Laugum með marga listamenn í huga fyrir innblástur, þar af meðal Jacob Collier og byggði síðan ofan á það með útsetningum fyrir blástur og strengjahljóðfæri.

Textan samdi Heimir Steinn Vigfússon og er hann featured sem HomeStone í laginu. Enda bæði söng hann og spilaði á bassa og gítar inn á lagið. Sjálfur spilaði ég á píanó og hljómborð ásamt því að mixa og mastera lagið.

Ég hef verið að semja fullt af lögum síðustu árin en er bara núna að byrja að gefa efni út. Sjálfsagt gef ég út eitthvað af gömlu lögunum mínum en þetta er alveg glænýtt. 

Ásamt mér og Heimi voru fimm aðrir flytjendur sem hjálpuðu mér að taka lagið upp:
Dagur Atlasson: Trommur og slagverk
Róbert Aron Björnsson: Saxófónn
Haukur Páll Kristinsson: Trompet
Eva Sól Pétursdóttir: Þverflauta
María Thor: Fiðla