Sumardagskráin er í fullum gangi á Ljóðasetri Íslands og töluverður gestagangur hefur verið þar síðustu daga.

Lifandi viðburðir eru alla virka daga kl. 16:00 eins og verið hefur hingað til.

Í tilefni Þjóðlagahátíðar, sem nú stendur yfir á Siglufirði, mun Þórarinn Hannesson kveða eigin kvæðalög í dag laugardaginn 6. júlí.

Enginn aðgangseyrir – Bara að njóta.


Mynd: Þórarinn Hannesson