Þessa dagana ættu þeir sem eru með reikning eða þjónustu hjá Google að fá eftirfarandi orðsendingu varðandi reglur um óvirka reikninga. Þetta getur m.a. átt við Google Drive, þar sem margir geyma myndir, myndbönd og önnur mikilvæg gögn sem sárt gæti verið að tapa.

Orðsendingin frá Google er svohljóðandi:

Á hverjum degi vinnur Google hörðum höndum að því að halda þér og lokuðum upplýsingum frá þér öruggum með því að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að Google-reikningnum þínum með innbyggðum öryggisráðstöfunum okkar. Til að gæta að öryggi þínu förum við eftir ströngum vinnureglum um persónuvernd í vörum okkar sem stytta geymslutíma persónulegra skráa og gagna sem tengjast þeim. Við viljum vernda lokuðu upplýsingarnar þínar og koma í veg fyrir óheimilan aðgang að reikningnum þínum jafnvel eftir að þú hættir að nota þjónusturnar okkar.

Þess vegna ætlum við að breyta tímabili aðgerðaleysis á Google-reikningi í tvö ár í öllum vörum okkar og þjónustum. Breytingin tekur gildi í dag og gildir um alla Google-reikninga sem hafa verið óvirkir, þ.e. reikninga sem ekki er búið að skrá sig inn á eða nota síðastliðin tvö ár. Frá og með 1. desember 2023 kann óvirkum reikningi og öllu efni á honum að verða eytt.

Þýðing þessara breytinga fyrir þig:

 • Breytingarnar hafa ekki áhrif á þig nema Google-reikningurinn þinn hafi verið óvirkur í tvö ár eða ef þú hefur ekki notað reikninginn til að skrá þig inn í Google-þjónustu síðustu tvö árin.
 • Þrátt fyrir að breytingarnar taki gildi í dag munum við ekki eyða reikningum fyrr en desember 2023.
 • Ef reikningurinn þinn telst óvirkur munum við senda þér nokkrar áminningar í tölvupósti og á endurheimtarnetföngin þín (ef þau eru til staðar) áður en við grípum til aðgerða eða eyðum efni á reikningnum. Þessar tölvupóstsáminningar verða sendar a.m.k. 8 mánuðum áður en gripið verður til aðgerða varðandi reikninginn.
 • Þegar Google-reikningi er eytt er ekki hægt að nota Gmail-netfang viðkomandi reiknings aftur til að stofna nýjan Google-reikning.

Hvernig heldurðu reikningnum þínum virkum?

Einfaldasta leiðin til að halda Google-reikningi virkum er að skrá sig inn á hann minnst einu sinni á tveggja ára fresti. Ef þú hefur skráð þig inn á Google-reikninginn þinn nýlega innan síðustu tveggja ára telst reikningurinn virkur og honum verður ekki eytt.

Aðrar leiðir til að halda reikningnum þínum virkum eru m.a.:

 • Lesa eða senda tölvupóst
 • Nota Google Drive
 • Horfa á YouTube-vídeó
 • Deila mynd
 • Sækja forrit
 • Nota Google-leit
 • Nota „Skrá inn með Google“ til að skrá þig inn í forrit eða þjónustu þriðja aðila

Það eru nokkrar undantekningar frá þessari reglu. Sem dæmi má nefna: Google-reikningur með YouTube-rásum, -vídeóum eða -ummælum; reikningur sem er með gjafakort með innistæðu eða reikningur sem er með birt forrit, t.d. reikningur sem hýsir forrit í Google Play Store. Aðrar undantekningar frá þessari reglu má finna hér.

Google veitir einnig aðgang að verkfærum sem auðvelda þér að stjórna Google-reikningnum þínum og bjóða upp á valkosti til að taka afrit af gögnum, þ.m.t. möguleikann á að sækja gögn með Google Takeout. Google gerir þér einnig kleift að ákveða hvað verður um gögnin þín ef reikningurinn verður óvirkur í tiltekinn tíma með stjórnun óvirks reiknings.

Það er forgangsatriði hjá okkur að auðvelda þér eins og mögulegt er að halda reikningnum þínum virkum, ef þú kýst það, og við göngum úr skugga um að þú hafir nægan fyrirvara áður en breytingarnar hafa áhrif á reikninginn þinn. Áður en reikningi er eytt sendir því Google tilkynningar í tölvupósti á viðkomandi Google-reikning og endurheimtarnetfangið (ef það er til staðar). Gakktu úr skugga um að endurheimtarnetfangið þitt sé rétt.

Nánar

Takk fyrir,
starfsfólk Google-reikninga


Mynd: gettyimages