Velferðarnefnd leggur til breytingar á samstarfi um barnaverndarþjónustu

Velferðarnefnd Fjallabyggðar hefur fjallað um samstarf sveitarfélagsins við Barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningi við þá þjónustu verði sagt upp, þar sem fyrirhugað er að ganga til samninga við Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.

Í bókun nefndarinnar kemur fram þakklæti til Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands fyrir samstarfið.

Jafnframt beinir nefndin því til bæjarstjórnar að gengið verði til samninga við Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og kostnaðaráætlunar.

Mynd/pixabay