Beggi Smári var að gefa út nýtt lag sem nefnist Brostu. Lagið er nú þegar komið í spilun á FM Trölla.

Beggi Smári er vel þekktur tónlistarmaður bæði hérlendis og erlendis, kannski þekktastur fyrir að spila blús.

Hann spilaði á Dillon reglulega, þar sem gestir tóku þátt, auk þess sá hann um að skipuleggja lifandi tónlistarflutning á Dillon um nokkurt skeið.

Beggi Smári var að koma frá Skandinavíu og Englandi, þar sem hann spilaði á festivölum og klúbbum.

Næst fer hann til Þýskalands í tónleikaferðalag þar sem hann mun leika eigin tónsmíðar, en fyrst ætlar hann að leika á Melodica Reykjavík áður en hann fer út til þýskalands.

Lagið Brostu var samið þegar hann var búinn að vera fjarri dætrum sínum tveim í nokkrar vikur og saknaði þeirra. Lagið er létt og skemmtilegt, samið til dætranna.

Hrönn, 10 ára dóttir Begga Smára tók myndbandið á símann sinn.

Örlygur Smári, bróðir Begga Smára, var til halds og trausts við upptökurnar og Einar Scheving lék slagverk.

 

Hrönn Bergþórsdóttir Smári, 10 ára myndbandsgerðarmaður