Gamlárshlaupið fór fram á Siglufirði í morgun þegar hlaupið var ræst við Siglufjarðarkirkja klukkan 11:00. Þátttakendur voru hvattir til að mæta í búningum og setti það skemmtilegan svip á viðburðinn, þar sem gleðin og samveran voru í forgrunni.
Hlaupið var tíu kílómetrar alls, frá kirkjunni niður að stíflu og til baka. Fyrirkomulagið var einfalt og aðgengilegt, allir voru velkomnir hvort sem þeir vildu hlaupa á fullum krafti, skokka á sínum hraða eða einfaldlega ganga leiðina og njóta dagsins. Áherslan var lögð á að hafa gaman og ljúka árinu með hreyfingu og góðri stemningu.
Meðfylgjandi mynd tók Sæunn Gísladóttir, skipuleggjandi Gamlárshlaupsins.


