Fjórar umsóknir bárust í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.

Á fundi byggðaráðs Húnaþings vestra var samþykkt að úthluta eftirfarandi:

Ingveldur Ása Konráðsdóttir. Hólakot hundahótel- og þjálfun kr. 350.000.-
Handbendi Brúðuleikhús ehf. Prófsteinn kr. 1.000.000.-
Olga Lind Geirsdóttir. Lopalind spunaverksmiðja kr. 650.000.-

Samtals 2.000.000.-

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu.  Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.