ChitoCare Beauty Open kvennamótið sem haldið er af Golfklúbbi Siglufjarðar fer fram á golfvelli Sigló Golf næstkomandi laugardag, 7. ágúst.

Skráningu lýkur þann 6. ágúst, mótsgjald er 5.000 krónur

Mæting kl. 09:00 upp í golfskála og byrjað að spila kl.09:30. Ræst verður út af öllum teigum. Leiknar verða 18 holur.

Hámarsþátttaka í mótið er 52 konur. Skráning fer aðeins fram í gegnum golfbox kerfið.

Keppt verður í tveimur flokkum í punktakeppni: Forgjöf 0 til 28.0, forgjöf 28,1 til 54.

Allir fá veglega teiggjöf frá ChitoCare við mætingu og verðlaun eru fyrir fyrstu 3 sætin og nándarverðlaun á par 3 brautum.

Mynd/ Jón Steinar Ragnarsson