CHITOCARE BEAUTY sópaði að sér verðlaunum á Global Makeup Awards UK sem haldin var á dögunum.
ChitoCare beauty stendur uppi sem sigurvegari í einum flokki og fær brons í öðrum á Global Makeup Awards UK sem afhent voru í vikunni. Í flokknum besta rakakremið hlaut Face Cream gullverðlaun.
Helsta viðmið dómara er virkni vörunnar og þar skaraði Face Cream fram úr og Serum Mask fékk bronsverðlaun í sínum flokki.
Þetta nýja íslenska/siglfirska merki er svo sannarlega að sanna sig sem ein af áhugaverðustu nýjungum í snyrtivöruheiminum í dag.
ChitoCare Beauty eru náttúrulegar snyrtivörur sem henta fyrir allar húðgerðir einnig viðkvæma og exemkennda. Lykilefni í þessum vörum er kítósan sem er framleitt hjá Primex á Siglufirði.
Kítósan er mörgum kostum gætt og náttúrulegir eiginleikar þess aðstoða við að verja húðina, viðhalda raka hennar og stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar.
Framleiðsla Primex er vottuð náttúruleg og hefur fyrirtækið hlotið Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir nýstárlega notkunarmöguleika á sjávarafurðum.