Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út fyrir skömmu lista frá aðgerðastjórn Almannavarna yfir fjölda þeirra sem eru í einangrun og sóttkví eftir póstnúmerum, í dag 15. maí.

Segir þar að í póstnúmerinu 580, Siglufirði séu 2 í sóttkví og í póstnúmeri 625, Ólafsfirði er einn í sóttkví.

Í dag eru 52 í sóttkví en enginn með staðfest smit á Norðurlandi eystra.