1. október 2020
Einkennasýnatökum og skimunum er svona háttað á Heilsugæslunni á Akureyri:
Öll sýnataka og skimanir fara fram í Strandgötu 31 á Akureyri (sjá mynd), nema að annað sé tekið fram.
EKKI er verið að taka sýni frá einkennalausum nema þeir fái sérstaklega boð um það.
Einkennasýnataka er fyrir alla þá sem finna til einkenna og hafa hringt og fengið símtal við heilbrigðisstarfsmann. Sá hinn sami fær svo tíma í sýnatöku.
Skimun er fyrir þá sem hafa verið að koma erlendis frá og þurfa í skimun 2 eða þá sem settir hafa verið í sóttkví og þurfa skimun því til staðfestingar að vera ekki með covid-19 að 7 dögum liðnum. Þá fær viðkomandi sendan barkóða (strikamerki) að kvöldi 6. dags og getur komið daginn eftir á opnunartíma. Ekki þarf að panta tíma í þessa sýnatöku, bara mæta á staðinn.
Sýnatökur eru sem hér segir:
Fyrir skimanir og afléttingu sóttkvíar
Alla virka daga frá kl 13:00-14:00
Um helgar frá kl 10:00-11:00
Fyrir einkennasýnatökur
Alla virka daga frá kl 14:00-15:45
Um helgar frá kl 11:00-12:00