Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út þau gleðitíðindi fyrir skömmu að enginn væri í einangrun né sóttkví í umdæminu í dag þann 12. 12. 2020.

Lögreglan sendi almenningi einnig þessi skilaboð.

“Til að hún fari ekki af stað aftur eins og hún gerði, þarf að ríkja sátt hjá okkur um að gera þetta saman og sinna þeim fyrirmælum sem sett hafa verið. Þessi tími sem gengur í garð núna er gríðarlega mikilvægur í þeirri baráttu.

Veiran er hér á landi og hún er mjög fljót að hækka þessa töflu ef við förum að slaka of mikið á. Förum varlega og sættum okkur við að þessi jól verða örugglega aðeins öðruvísi en venjulega”.