Hrannar Freyr Gíslason, kennari við tréiðnadeild FNV, fór til Lyon í Frakklandi á dögunum og var einn af dómurum í trésmíði (carpentry) á Worldskills 2024, heimsmeistaramóti iðngreina, sem haldið var daganna 10 til 15 september sl. Engir keppendur voru frá Íslandi í þessari keppni en ætlunin er að senda keppendur í Euroskills 2025 sem haldið verður í Herning í Danmörk. Að senda dómara í Worldskills var liður í undirbúningi við Euroskills 2025 og fóru fimm dómarar í jafnmörgum greinum.

“Það var virkilega gaman að sjá hvernig þetta fer fram og hvernig er dæmt í þessu” segir Hrannar. Keppendur sem kepptu í trésmíðinni komu frá hinum ýmsu þjóðum, eins og Kína, Kóreu, Braselíu, Ástralíu og ýmsum evrópulöndum. Það voru í heildina um 1400 keppendur að keppa í 62 greinum. Höllinn sem keppnin fór fram í er um 140.000 fermetrar þannig að þetta er ansi stórt. Það var mikill lærdómur að fá að taka þátt í þessu og það er ekki síður það að kynnast öðrum í þessari grein og mynda tengsl sem víkkar sjóndeildarhringinn umtalsvert.

Undirbúningur fyrir Euroskills 2025 fer svo að hefjast, þar sem Freyja Lubina Friðriksdóttir, nemandi frá FNV, mun keppa fyrir hönd Íslands í trésmíði.

Worldskills 2024

Worldskills 2024

Myndir og heimild/FNV