Nú eru þau Palli og Helga komin til baka og munu opna Gestaherbergið hjá sér upp á gátt klukkan 17:00 í dag.
Ekki er nú alveg víst að allir lesendur viti hvað Gestaherbergið er en það er útvarpsþáttur sem sendur er út úr studio III í Noregi á FM Trölla og trolli.is

Þátturinn hefur verið í fríi meiripart sumarsins eða eftir 5. júlí er seinasti þáttur fyrir frí fór í loftið. Hægt er að hlusta á hann hér.

Helga og Palli með Kraká í baksýn

Hjónin nutu frísins vel og gerðu ýmislegt í fríinu. Til dæmis skruppu þau til Póllands og spásseruðu um götur borgarinnar Kraká.

Þema þáttarins að þessu sinni verður snakk og sælgæti. Hlustendur geta beðið um óskalög sem tengjast þemanu, nú eða lög sem tengjast þemanu ekki neitt, með því að senda inn beiðni á Fésbókarsíðu Gestaherbergisins og verður reynt eftir bestu getu að spila lögin.

Missið ekki af fyrsta þætti Gestaherbergisins haustsins á FM Trölla og trölli.is

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is