Fimmtudagur 16. ágúst kl. 20 – Ólafsfjarðarkirkja

Upphafstónleikar

Páll og Vera

Páll Palomares fiðla
Vera Panitch fiðla
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó

Afmælishelgi Berjadaga hefst fimmtudagskvöldið 16. ágúst í Ólafsfjarðarkirkju. Helgin hefst með fjörmikillli dagskrá fiðluleikaranna Páli Palomares og Veru Panitch. Páll og Vera sitja nú bæði í leiðandi stöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir langt og strangt einleikaranám. Þau eru upprennandi listamenn á Íslandi eftir búsetu í Danmörku, sem er heimaland Veru.

Á tónleikunum hljómar hin stóra Chaconna eftir Bach auk einleiksstykkja eftir Fritz Kreisler og Manuel de Falla. Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari bætist við í verkum eftir Piotr Tchaikovsky og Pablo de Sarasate fyrir fiðlu og píanó. Páll og Vera léku heillandi dagskrá í Ríkisútvarpið á aðfangadagskvöld þar sem þau fluttu dúetta. Núna endurtaka þau samleikinn á Berjadögum. Í þetta skiptið er það margslungið tónmál dúettasnillingsins Béla Bartók. Einnig leika þau sjaldheyrð lög eftir Shostakovich ásamt Evu Þyri.

Miðaverð: 3.000 kr. / Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri
Hátíðarpassi Berjadaga: 7.000 kr. (allir viðburðir)
Miðasala: midi.is og tix.is, og við inngang Ólafsfjarðarkirkju

 

Föstudagur 17. ágúst kl. 15:30 – Dvalarheimilið Hornbrekka

Venju samkvæmt koma listamenn Berjadaga í heimsókn í Dvalarheimilið Hornbrekku og eiga notalega stund með heimilisfólki og gestum. Þar verður flutt úrval af dagskrá Berjadaga. Listamennirnir sem fram koma eru Vera Panitch, Sigursveinn Magnússon, Edda Björk Jónsdóttir og Ave Kara Sillaots.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

 

Föstudagur 17. ágúst kl. 20 –  Ólafsfjarðarkirkja

Hátíðartónleikar Berjadaga

Kristján Jóhannsson tenór
Bjarni Frímann Bjarnason píanó
Ólöf Sigursveinsdóttir selló
Vera Panitch fiðla
Eyjólfur Eyjólfsson tenór

Föstudagskvöldið 17. ágúst verður hátíð í Ólafsfjarðarkirkju þegar Bjarni Frímann Bjarnason kemur fram ásamt Kristjáni Jóhannssyni tenórsöngvara, Ólöfu Sigursveinsdóttur sellóleikara, Eyjólfi Eyjólfssyni tenórsöngvara og Veru Panitch fiðluleikara á Berjadögum. Hér verður brugðið út af vananum með galakvöldi í kirkjunni og reidd fram hver krásin á fætur annari af gnægtaborði tónbókmenntanna.

Kristján Jóhannsson flytur meðal annars hina frægu aríu „Vesti la giubba“ eftir Leoncavallo og „Gígjuna“ ástælu eftir Sigfús Einarsson. Á tónleikunum hljómar einnig hin fagra „Arpeggione” sónata eftir Schubert í flutningi Ólafar Sigursveinsdóttur og Bjarna Frímanns. Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur ennfremur sjaldheyrð þjóðlög úr ranni Haydns þar sem píanótríó Veru, Ólafar og Bjarna fær að njóta sín. Einn af hápunktum kvöldsins verður vafalaust þegar Bjarni leikur einleik á slaghörpuna í Ólafsfjarðarkirkju.

Miðaverð: 3.500 kr. / Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri
Hátíðarpassi Berjadaga: 7.000 kr. (allir viðburðir)
Miðasala: midi.is og tix.is, og við inngang Ólafsfjarðarkirkju

 

Föstudagur 17. ágúst kl. 22:15 – Kaffi Klara

Það eru allir velkomnir á Kaffi Klöru í berjakokteil og lifandi tónlist eftir hátíðartónleika í Ólafsfjarðarkirkju. Listamenn Berjadaga, Edda Björk Jónsdóttir sópransöngkona, Ave Kara Sillaots harmónikkuleikari og Sigrún Valgerður Gestsdóttir skemmta gestum og gangandi.

Allir velkomnir á hornið!

 

Laugardagur 19. ágúst kl. 12 – Ólafsfjörður

Afmælisgöngutúrinn

Frá Kleifum inn í Árdal

Ólafsfirðingurinn María Bjarney leiðir gesti inn í leyndardóma hinnar töfrandi flóru landsins

Létt ganga upp grösugan Árdalinn eftir kindagötu til að skoða berjalandið. Á leiðinni leynast sveppir og fjallagrös. Hist er á Kaffi Klöru við Aðalgötu kl. 12. Klukkan 12:15 er sameinast í bíla og haldið útá Kleifar en ferðin tekur um fjórar mínútur.  Gangan tekur um tvo klukkutíma og þegar heim á Kleifar er komið bíður gesta dýrindis kjötsúpa og ómótstæðilegir ólafsfirskir ástarpungar!

Gjarnan má skrá sig í gönguna á berjadagar.artfest@gmail.com

Allir velkomnir!

 

Laugardagur 18. ágúst kl. 20 – Menningarhúsið Tjarnarborg

Íslenska sönglagið og Hundur í óskilum

Hjörleifur Hjartarson
Eiríkur G. Stephensen

Það verður fjör í Menningarhúsinu Tjarnarborg laugardagskvöldið 18. ágúst en þá fer norðlenska tvíeykið, Hundur í óskilum, höndum um íslenska sönglagið. Þetta óborganlega og óútreiknanlega dúó, sem skipað er þeim Hjörleifi Hartarsyni og Eiríki G. Stephensen, gerði íslenskri menningu skil með eftirminnilegum hætti í Borgarleikhúsinu. Nú munu þeir endurtaka leikinn á Berjadögum. Hvað ætli Hjörleifur og Eiríkur taki fyrir í þetta skiptið? Húsið opnar kl. 19:15 með fordrykk fyrir þá sem vilja taka kvöldið með stæl!

Miðaverð: 3.500 kr / Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri
Hátíðarpassi: 7.000 kr. (allir viðburðir)
Miðasala: midi.is og tix.is, og við inngang Menningarhússins Tjarnarborg

 

Sunnudagur 19. ágúst kl. 11 – Ólafsfjarðarkirkja

Berjamessa

Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Jón Þorsteinsson syngja sönglög

Sigursveinn Magnússon leikur á píanó

Sr. Sigríður Munda þjónar fyrir altari

Sunnudagur 19. ágúst kl. 10-13 – Kaffi Klara við Aðalgötu

Berjabrunch með Marínu og Mikael

Marína Ósk Þórólfsdóttir söngur
Mikael Máni Ásmundsson gítar

 

Jazz og morgunmatur á Kaffi Klöru og Berjadögum lýkur með glans!

 

Sjá: Kaffi KlaraMenningarhúsið Tjarnaborg og Berjadagar

 

Frétt og myndir: aðsent