Hinir árlegu Berjadagar í Ólafsfirði í Fjallabyggð, verða nú haldnir í tuttugasta sinn með uppskeru aðalbláberja og fjallagrasa.

Tónlistarhátíðin fer fram í Ólafsfirði í Fjallabyggð 16.-19. ágúst næstkomandi. Á hverju kvöldi verða klassískir tónleikar og ýmsir viðburðir í boði á daginn. Dagskráin er fyrir alla aldurshópa og ókeypis aðgangur fyrir 18 ára og yngri.

Íslenska sönglagið er afmælisþema Berjadaga 2018. Íslensk sönglög hafa glætt hátíðina lífi allt frá því leikar fóru fyrst fram á þeim fagra stað, Ólafsfirði.

Hundur í óskilum

 

Það er ósvikin tilhlökkun sem fylgir því að fá Kristján Jóhannsson, okkar helsta óperusöngvara, til að syngja sönglög í Ólafsfjarðarkirkju. Ekki síður að fá norðlenska tvíeykið, Hund í óskilum, fara höndum um íslenska sönglagið í Tjarnarborg. Hvað ætli þeir Hjörleifur og Eiríkur muni taka fyrir?  Þeir félagar gerðu íslenskri menningu skil með eftirminnilegum hætti í Borgarleikhúsinu, og nú aftur á Berjadögum.

 

Kristján Jóhannsson og Bjarni Frímann Bjarnason

 

Bjarni Frímann Bjarnason stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Menningarnótt í ár en kemur norður í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 17. ágúst til að stjórna hátíðarkvöldi Berjadaga 2018, einskonar ,,lokakvöld”. Hér verður telft saman ólíkum tónverkum og ólíkir listamenn koma fram. Hæst ber að nefna að Bjarni leikur einleik þegar hann glímir við hina stórbrotnu Prelúdíu ,,Tableau” op. 39, nr. 7 eftir Rachmaninov á slaghörpuna í Ólafsfjarðarkirkju.

Kristján Jóhannsson flytur m.a. Gígjuna eftir Sigfús Einarsson og á þessum tónleikum hljómar einnig hin íðilfagra ,,Arpeggione” eftir Schubert í útsetningu fyrir selló og píanó. Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur þjóðlög úr ranni Beethoven ásamt Veru Panitch fiðluleikara og Bjarna Frímanni.

Afmælishelgin hefst í kirkjunni á fimmtudagskvöldinu 16. ágúst með tónleikum fiðluleikaranna Páli Palomares og Evu Panitch. Með þeim leikur Evu Þyrí Hilmarsdóttur á píanó. Eðalparið flytur einleiks- og tvíleiksverk eftir ýmis tónskáld frá ólíkum tímum. Skemmst er að minnast útsendingar Ríkisútvarpsins á aðfangadagskvöld en þar léku Páll og Vera nýja upptöku fyrir landsmenn.

Aðrir listamenn sem fram koma á háíðinni:
Edda Björk Jónsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ave Kara Sillaots, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússo
Unnt er að nálgast upplýsingar um viðburði og listamenn á heimasíðu hátíðarinnar berjadagar-artfest.com

Framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.

 

Sjá dagskrá Berjadaga hér

 

Frétt: Trölli.is
Myndir: úr einkaeign/af netinu