Í dag, föstudaginn 5. júlí, er dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sem hér segir:

ÞJÓÐLAGASETRIÐ NORÐURGÖTU 1 KL. 17.00 

Ef veður leyfir verður sungið og dansað við Þjóðlagasetrið.

 

FAGURT ER Í FJÖRÐUM
ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG OG SÖNGVAR EFTIR MARTEIN SINDRA

Siglufjarðarkirkja 20.00
Marteinn Sindri Jónsson söngur og gítar, Óttar Sæmundsen bassi, Albert Finnbogason slagverk og Daníel Friðrik Böðvarsson gítar.

 

RÆTUR – TALES FROM A POPLAR TREE
LÖG EFTIR ÖSP ELDJÁRN

Bátahúsið 21.30
Ösp Eldjárn söngur, Örn Eldjárn rafgítar, Ásdís Arnardóttir selló, Valeria Pozzo fiðla og söngur.

 

BJARGVÆTTURINN Í BLÁGRESINU
BLÁGRESISTÓNLIST FRÁ BANDARÍKJUNUM

Kaffihúsið Rauðka 23.00

Hljómsveitin Strá-kurr

Ingólfur Kristjánsson söngur og gítar, Guðlaug Þórsdóttir söngur, Jóna Þórsdóttir bakraddir og harmónika, Bolli Þórsson þverflauta, Konstantín Shcherbak mandólín, Stefán Yngvason banjó-gítar, Jón Gunnar Þorsteinsson bassi og Ari Agnarsson trommur.

 

Dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar má finna í heild hér.