Dalvíkingurinn Amanda Guðrún Bjarnadóttir hefur verið ráðinn nýr fréttaritari á norðlenska frétta- og afþreyingarmiðlinum Kaffið.is.

Amanda hóf störf fyrir Kaffið.is í febrúar.

Amanda er 21 árs gömul og stundar nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Kaffið.is er norðlenskur frétta- og afþreyingarvefur sem hóf göngu sína í september árið 2016.

Hægt er að lesa fréttaskrif Amöndu á Kaffið.is hér (https://www.kaffid.is/author/amanda/) og má lesa meira um Kaffið.is hér (https://www.kaffid.is/um-kaffid-is/).