Dalvíkurbyggð óskar eftir því að eigendur gáma og annarra lausfjármuna austur á Sandi og austan við Gámasvæði hafi samband við Eigna- og framkvæmdadeild sem allra fyrst og geri grein fyrir eigum sínum.

Nú stendur til að fara í hreinsunarátak á svæðinu og því er mikilvægt að þeir sem telja sig eiga lausafjármuni á þessu svæði láti vita af því svo hægt sé að fara yfir ástand og skráningu þeirra og henda því sem eftir stendur.

Þeir sem telja sig eiga eignir á svæðinu eru beðnir að hafa samband við Helgu deildarstjóra í síma 853-0220 eða á helgairis@dalvikurbyggd.is fyrir 16. september nk.

Meðfylgjandi eru myndir af svæðinu sem um ræðir.