Möffins:

  • 3 egg
  • 2½ dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur (ég tók nokkra hringi með vanillukvörninni)
  • 50 g smjör
  • 1 dl súrmjólk
  • 2 msk kallt kaffi
  • 3½ dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 4 msk kakó
  • smá salt
  • 100 g gott 70% súkkulaði (ég var með suðusúkkulaði)

Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg, sykur og vanillusykur þar til blandan verður mjög ljós og létt (tekur nokkrar mínútur með hrærivél). Bræðið smjör og blandið því saman við súrmjólk og kaffi. Hrærið blöndunni saman við eggjaþeytinguna. Blandið hveiti, lyftidufti, kakó og salti saman og hrærið varlega út í deigið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og hrærið út í deigið.

Setjið möffinsform á ofnplötu og fyllið 2/3 af þeim með deigi. Bakið í miðjum ofni í um 15 mínútur. Látið möffinsin kólna alveg áður en kremið er sett á.

Rjómaostakrem:

  • 1 dós (200 g) Philadelphia rjómaostur, við stofuhita
  • 60 g smjör, við stofuhita
  • 1 tsk vanilludropar
  • Nokkrir hringir með vanillukvörninni (eða fræ úr tæplega ½ vanillustöng)
  • smá salt
  • 3-4 dl flórsykur

Hrærið saman rjómaost, smjör, vanilludropa, vanillufræjum og salti þar til blandan er mjúk og slétt. Hrærið flórsykrinum saman við, 1 dl í einu, og skafið niður með hliðum skálarinnar á milli. Þegar allur flórsykurinn er komin út í þá er hrært aðeins áfram til að kremið verði slétt og gott verði að breiða það á kökurnar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit